Talið er að tölvuþrjótar hafi komist yfir nöfn og tölvupósta viðskiptavina Citibank og annarra viðskiptavina stórra bandarískra fyrirtækja. Tölvuþrjótarnir brutust inn í kerfi fyrirtækisins Epsilon. Talið er að aldrei áður hafi svo stórt stuldur upplýsinga átt sér stað.

Viðskiptavinir sem tengjast Epsilon voru varaðir við um helgina. Viðskiptavinir TiVo, Capital One og HSN eru meðal þeirra sem tölvuþrjótarnir eiga nú upplýsingar um.

Ekki er talið að tölvuþrjótarnir hafi náð fjárhagsupplýsingum þegar þeir brutu niður varnarmúra Epsilon. Málið er þó litið alvarlegum augum og ljóst að þeir geta gert sér mat úr upplýsingunum, þó þar sé ekki að finna bankareikninga.