Breski bankinn Standard Chartered hefur samþykkt að greiða bankayfirvöldum í New York fylki sekt sem nemur 300 milljónum Bandaríkjadala, eða 35 milljörðum íslenskra króna, fyrir að hafa ekki aukið forvörn gegn peningaþvætti.

Starfsemi bankans hefur einnig verið takmörkuð að nokkru leyti án samráðs við fylkisyfirvöld.

Benjamin M. Lawsky, starfsmaður New York fylkis, sagði í samtali við BBC að ef að bankar standa ekki við skuldbindingar sínar eigi þeir að sætta afleiðingum þess.

Árið 2012 samþykkti bankinn að borga 340 milljón Bandaríkjadala sekt til yfirvalda New York fylkis vegna ásakana um að fela 250 milljarða Bandaríkjadala af viðskiptum í Íran.