Samkvæmt fréttaveitu Bloomberg, er Standard Chartered Plc að íhuga að reka um 10% af starfsfólki sínu á fjárfestingabankasviðinu. Um er að ræða allt að 15.000 störf.

Starfsmenn munu fá fyrstu uppsagnirnar í fyrramálið, en störfum mun svo fækka jafnt og þétt yfir næstu mánuði. Að mestu er um að ræða starfsmenn í Singapúr og Hong Kong, en bankinn sérhæfir sig nánast í Asíu.

Uppsagnirnar eiga að hjálpa Bill Winters við hagræðingaraðgerðir sínar, sem hafa skilað honum takmörkuðum árangri hingað til. Alls starfa um 84.500 einstaklingar hjá bankanum, en þeim hefur nú þegar fækkað um nær 1.500 frá árinu 2015.