Standard Chartered ætlar að segja upp 15 þúsund starfsmönnum og sækja sér 5,1 milljarð bandaríkjadala, um 666 milljarða króna, á eignamarkaðinn í hagræðingaraðgerðum. Gert er ráð fyrir að hagræðingaraðgerðirnar muni vera lokið á árinu 2018. The Wall Street Journal greinir frá.

Rekstur bankans hefur ekki gengið vel undanfarið og hann skilaði tapi á síðasta ársfjórðungi sem nam 139 milljónum dala. Tekjur bankans á síðasta ársfjórðungi féllu um 18,4% frá fyrra ári.

Bankinn ætlar að gefa út nýtt hlutafé sem nemur þremur milljörðum til að fjámagna aðgerðirnar og lækka skammtímaáhættu fyrir bankann. Auk þess ætlar bankinn að gefa út nýtt hlutafé sem nemur 2,1 milljaði dala til að styrkja við stöðu bankans.