Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s hefur tilkynnt um breytingar á lánshæfismati Landsvirkjunar úr stöðugum í jákvæðar og staðfest lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar BB+ fyrir langtímaskuldbindingar.

S&P segir að bættar horfur hafi verið í reksti Landsvirkjunar á undanförnum árum og matið endurspegli það. Stöðugt sjóðstreymi hafi dregið úr skuldsetningu og markaðsáhætta hafi minnkað. Með jákvæðum horfum og áframhaldandi jákvæðri þróun í rekstri Landsvirkjunar megi búast við hækkun á lánshæfismati innan eins til tveggja ára.