Matsfyrirtækiðp Standard & Poor‘s hefur fært lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar til skamms tíma úr B-1 í B vegna breytinga á aðferðafræði. Breytingin felst á skilgreiningum á matsflokkum.

Einkunnir Landsvirkjunar voru áður B-1, B-2 og B-3. Þær verða eftir breytingu í B-flokki.

Langtímaeinkunn Landsvirkjunar helst óbreytt, að því er fram kemur í tilkynningu um málið á vef Seðlabankans.