Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors  gefur nýrri skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands í evrum til fimm ára lánshæfiseinkunnina AA-. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands hjá S&P fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt eru AA- og í íslenskum krónum AA+. Einkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum er A-1+. Horfur eru  ennþá neikvæðar að mati matsfyrirtækisins S&P.