Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað lánshæfismat Arion banka úr BBB- í BBB með jákvæðum horfum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Arion banka.

Lánshæfismatið endurspeglar góða stöðu íslensk efnahagslífs, bætta skuldastöðu heimila og fyrirtækja og jákvæð áhrif frekari losunar hafta. Einnig horfir matsfyrirtækið til greiðari aðgangs Arion banka að erlendum lánsfjármörkuðum og bættrar eiginfjárstöðu bankans, segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Höskuldi H. Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, að hækkunin á lánshæfismati bankans sé vitnisburður þess árangurs sem hefur náðst á undanförnum árum. Þá á hann bæði við styrk Arion banka og þeim árangri sem íslenska efnahagslífið sem stendur við. Hann tekur fram að fleiri alþjóðlegir fjárfestar horfa til bankans með lánveitingar í huga og á hagstæðari kjörum.