Líkur eru á að efnahagsáæhætta aukist á Íslandi í kjölfar þess að Icesave-samningar voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu, að mati Standard & Poor's matsfyrirtækis. Fyrirtækið gaf út yfirlýsingu þess efnis í dag.

Samkvæmt tilkynningunni eru lánshæfiseinkunnir til athugunar og horfur neikvæðar. Segir að einkunnirnar verði á athugunarlista, svokallaðri CreditWatch , þar til S&P hafa metið efnahagslegar, fjárhagslegar og pólitískar afleiðingar þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Á vef Seðlabanka Íslands segir:

„Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s setti í dag lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á athugunarlista með neikvæðum horfum. Samkvæmt matsfyrirtækinu er búist við að lánshæfiseinkunnin verði á athugunarlista næstu vikur og að tekin verði afstaða innan þess tíma. Núverandi lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hjá S&P eru BBB- fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og BBB fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt. Skammtímaeinkunnir ríkissjóðs eru A-3 í hvort tveggja erlendri og innlendri mynt. Allar lánshæfiseinkunnir eru með neikvæðum horfum.“