Bandaríska fjármálamatsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur gefið út staðfestingu á lánshæfismati Arion Banka. Lánshæfismat bankans er BBB-/A-3, og S&P telur horfur stöðugar.

Að mati S&P eru helstu styrkleikar bankans sterk eiginfjár- og vogunarhlutföll hans, sem og stöðug marklaðsstaða með góðu jafnvægi milli einstaklings- og fyrirtækjamarkaða.

Auk þess er sterk lausafjárstaða bankans styrkleiki, en hún mun nægja til að mæta væntu útflæði innstæðna er gjaldeyrishöftin verða losuð.

Meðal helstu veikleika bankans nefnir S&P óvissuna sem fylgir mögulegri losun gjaldeyrishaftanna, fábreytileiki íslensks efnahagslífs sem gerir dreifingu eigna og tekna erfiða, auk þess sem að afkoma bankans einkennist oftast nær af háum einsskiptisliðum.