Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur áhyggjur af því að Demókratar og Repúblikanar geti ekki komið sér saman um áætlun til þess að draga úr opinberum skuldum Bandaríkjanna. S&P breytti horfum á lánshæfiseinkunn landsins frá stöðugum í neikvæðar. Það eykur líkurnar á að lánshæfi verði lækkað á næstu tveimur árum, segir í frétt BBC um málið.

Ákvörðun S&P kom nokkuð á óvart og hafa hlutabréfavísitölur og skuldabréf lækkað í kjölfarið. Bandaríska fjármálaráðuneytið brást við tilkynningu S&P og sagði matsfyrirtækið vanmeta getu ríkisins til þess að draga úr opinberum skuldum. Skuldir landsins í dag nema 1.400 milljörðum dala og er búist við að þær verði um 1.500 milljarðar dala a núverandi fjárlagaári.