Deutsche Bank hefur sent frá sér nýja skýrslu um íslensku bankanna þar sem fjallað er sérstaklega um þá ytri áhættu sem stendur að bönkunum í nánustu framtíð.

Þýski bankinn segir að þrátt fyrir að horfur gætu verið betri fyrir bankanna um þessar mundir þá standist allir bankarnir álagspróf Deutsche Bank með góðum árangri en álagsprófið gerir ráð fyrir 20% veikingu krónunnar, 25% hnignun hlutabréfamarkaðarins og 20% samdrátt innlána.

Samkvæmt niðurstöðu álagsprófanna stendur íslensku bönkunum ekki bein áhætta af ytri þáttum en hinsvegar beri að fylgjast vel með þróuninni sem verður á gengi krónunnar, gengi hlutabréfa, og aðgengi að fjármagni þar sem bankarnir eru ennþá viðkvæmir fyrir miklum breytingum á þessum sviðum.

Deutsche Bank telur að ef gengi krónunnar muni halda áfram að veikjast gæti það komið sér illa fyrir bankanna þar sem mikil veiking gæti haft áhrif á hagkerfið á íslandi í heild sem myndi hafa áhrif starfsemi bankanna.

Deutsche Bank hefur áhyggjur af fjármögnun þar sem endurfjármögnunarþörf bankanna á næsta ári er talsverð og vaxandi fjármagnskostnaður gæti verið bönkunum fjötur um fót í því ferli.

Að lokum telur Deursche Bank að áhættan vegna hlutabréfamarkaðarins sé tilkomin vegna þess hversu gíraðir stærri fjárfestar á markaðinum eru og því viðkvæmir fyrir ytra umhverfi hagkerfisins.

Deutsche Bank segist á þessu stigi ekki geta greint á milli bankanna hvað varðar áhættu og mælir með að fjárfestar selji skuldabréf sín í öllum bönkunum þremur.