Eftirlitsstofnun EFTA úrskurðaði fyrr í mánuðinum að frestun skattlagningar á söluhagnað húsnæðis til vegna endurfjárfestingar erlendis væri ólögmæt. Sé húsnæði á Íslandi selt innan tveggja ára frá því það er keypt er söluhagnaður skattskyldur.

Þó er hægt að sækja um að fresta þeirri skattgreiðslu sé endurfjárfest í nýju húsnæði innan tveggja ára. Á Íslandi gilda þó þær reglur að aðeins er hægt að fá undanþágu frá þeim skatti sé endurfjárfest í húsnæði á Íslandi.

Eftirlitsstofnun EFTA segir síðastnefnda atriðið stangast á við ákvæði fjórfrelsis Evrópska Efnahagsvæðisins (ESS).

Rúnar Örn Olsen, sérfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA, segir þá kröfu íslenskra skattayfirvalda að endurfjárfesting í húsnæði fari fram á Íslandi ólögmæta, því ekki ætti að skipta máli hvar fjárfestingin fer fram á EES svæðinu: „Raunar koma þrír liðir fjórfrelsisins fyrir að þetta geti talist lögmætt – vinnuafl, stofnsetningarréttur og fjármagn.“ Rúnar segir úrskurðinn byggðan á dómafordæmum Evrópudómstólsins.