Karl Axelsson
Karl Axelsson
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Verði frumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða að lögum munu þau stangast á við ákvæði stjórnarkrár og baka ríkinu skaðabótaskyldu. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem Lögmannsstofan LEX hefur unnið að beiðni Landssambands íslenskra útvegsmanna.

„Í frumvarpinu er að finna fjölda ákvæða sem fela í sér grundvallarbreytingar á núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Ýmsar þessara breytinga eru til þess fallnar að hafa umtalsverð áhrif á stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi handhafa aflaheimilda [...] Að þessu gefnu telur undirritaður að það fyrirkomulag sem felst í fyrirliggjandi frumvarpi til nýrra laga um stjórn fiskveiða fái ekki staðist eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar án þess að til bótaskyldu stofnist,“ segir í áliti Lögmannstofunnar LEX sem m.a. er unnið af Karli Axelssyni hrl. og dósent við lagadeild Háskóla Íslands.