Stangveiðifélagið Hofsá var úrskurðað gjaldþrota í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir áramót og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skipaður skiptastjóri. Stangveiðifélagið leigði Hofsá í Vopnafirði í ellefu ár og seldi veiðidaga til innlendra og erlendra stangveiðimanna.

Skyndilega árið 2010 missti félagið, sem Edda Helgason var í forsvari fyrir, leiguréttinn yfir til Orra Vigfússonar. Það var Veiðiklúbburinn Strengur sem tók ánna á leigu frá og með árinu 2011. Orri og félagar selja einnig veiðileyfi í Selá sem er einnig í Vopnafirði.

Birt hefur verið auglýsing í Lögbirtingablaðinu og skorað á þá sem við á að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra. Ekki er vitað hversu stórt gjaldþrotið er fyrr en kröfum hefur verið lýst og úrskurðað um lögmæti þeirra.