Velta í stangveiði hér á landi nemur 20 milljörðum króna á ári, samkvæmt Sigurði Guðjónssyni, forstjóra Veiðimálastofnunar. Hann skrifar grein um málið í ársskýrslu stofnunarinnar í tengslum við ársfund Veiðimálastofnunar sem haldinn var í gær. Þar kemur m.a. fram að tekjur veiðifélaga hafi numið einum milljarði króna.

Í Fréttablaðinu í dag er haft upp úr skýrslunni að Sigurður segir þriðjung þjóðarinnar stunda stangveiði og arðsemin af hverjum veiddum fiski óvíða meiri en hér.

„Skiptir þar sköpum að nýting í stangveiði er byggð á félagslegum grunni og er nátengd vaxandi ferðaþjónustu í dreifðum byggðum landsins,“ segir hann.