Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt Stanley Fischer sem aðstoðarseðlabankastjóra Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í fréttum Bloomberg. Þá hefur hann útnefnt Lael Brainard í bankastjórnina og einnig Jerome Powell. Sá síðarnefndi hefur raunar áður setið í stjórninni.

Janet Yellen verður nýr seðlabankastjóri Bandaríkjanna, en hún tekur við af Ben Bernanke. Yellen mun taka við sem seðlabankastjóri í lok janúar.

Stanley Fischer var áður seðlabankastjóri í Ísrael en lét af þeim störfum á síðasta ári.