Hugmyndin er einföld, fyrirtækið sér um að útbúa þrjár máltíðir úr fyrsta flokks hráefnum í réttum hlutföllum sem viðskiptavinir fyrirtækisins elda svo heima hjá sér. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mikill að undanförnu og útnefndi Meniga það m.a. sem hástökkvara ársins í flokknum „Tilbúinn matur“ þar sem sala félagsins jókst um 300% á árinu.

Þá mun Valur Hermansson, einn af stofnendum fyrirtækins, halda tölu á opnum fundi Félags Atvinnurekenda á morgun undir yfirskriftinni „Fyrirtækin sem hristu upp í markaðnum“.

Dræm sala í upphafi

Eldum rétt var stofnað í janúar árið 2014 og að sögn Vals byrjaði fyrirtækið mjög rólega. „Salan hefur vissulega margfaldast hjá okkur milli ára. Við byrjuðum hinsvegar hægt og árið 2014 var salan mjög dræm og við héldum okkur rétt svo gangandi. Það þurfti því ekki mikið til að tvöfalda söluna árið 2015. En það hefur verið síðan verið mjög þétt aukning í sölunni.“

Valur segir ýmis jákvæð samfélagsleg áhrif af rekstrinum. „Þar vega að mínu mati þyngst áhrifin á matarsóun, enda höfum við með þessu fyrirkomulagi búið til beint samband á milli framleiðanda og kaupanda. Eftir matinn er enginn afgangur af eldamennskunni og þú átt helst ekki að eiga afgang af disknum heldur. Viðskiptavinir okkar eru því að ná allt að 100% nýtni á matvælum heima hjá þér, sem er mögnuð tölfræði, sérstaklega í ljósi þess að nýtnin á venjulega heimili þegar kemur að mat er að jafnaði ekki meira en 60%.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Skoðaðar eru horfur á húsnæðismarkaði þar á meðal hættuna af ofhitnun.
  • Erlend fjárfesting á Íslandi allt aftur til ársins 2004.
  • Gagnrýni á leyfisveitingu FME til vogunarsjóðs um að fara með ráðandi hlut í Lýsingu hf.
  • Samtök atvinnulífsins segja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar byggja á óraunhæfum forsendum.
  • Hagvaxtarhorfur á heimsvísu eru skoðaðar og rýnt í hagstæða eignaflokka.
  • Ítarleg úttekt er á aukinni framleiðslu sterkra áfengra drykkja hér á landi.
  • Viggó Jónsson, annar stofnandi auglýsingastofunnar Jónsson & Le´mack er í ítarlegu viðtali.
  • Hitað er upp fyrir sjónvarpsveisluna í ameríska fótboltanum á sunnudagskvöld þegar Atlanta Falcons mæta New England Patriots í Superball.
  • Frumkvöðlar stofna heimasíðu til að hjálpa til við að vinda ofan af flækjustigi stjórnsýslunnar.
  • Nýr framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Eyju segir frá frækilegri ferð til Alcatraz.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um frjálslynda forsjárhyggjumenn.
  • Óðinn tekur fyrir rannsóknarskýrslu á fjármagnsflutningi og eignaumsýslu á lágskattasvæðum.