Stapi lífeyrissjóður hefur aukið við eignarhlut sinn í Högum hf. og á nú 5,31% hlutafjár í félaginu. Kemur þetta fram í flöggunartilkynningu til kauphallarinnar.

Fyrir átti Stapi 57,2 milljónir hluta í Högum, en eftir kaupin er eignarhluturinn kominn í 62,2 milljónir hluta. Viðskiptin fóru fram í dag.

Það sem af er degi hefur gengi hlutabréfa Haga hækkað um 0,30% og nemur velta í viðskiptum með bréfin 693 milljónum króna.