Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur ekki enn fengið samþykki frá nægilegum fjölda kröfuhafa Straums til þess að krafa þeirra í bú bankans fáist skráð. Samþykki þarf frá 75% kröfuhafa til þess að krafa Stapa í búið, upp á liðlega fjóra milljarða, fáist skráð.Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur þegar tekist að fá samþykki um 60% kröfuhafa.

Stapi var of seinn að lýsa kröfu í búið en Lögmannsstofan ehf. átti að sjá um að skila kröfulýsingu áður en kröfulýsingarfrestur rynni út. Það tókst ekki. Talið er að endurheimtur af búi Straums verði liðlega 50%. Tap sjóðsins gæti því orðið rúmlega tveir milljarðar króna ef krafan verður ekki tekin gild.