Stapi Lífeyrissjóður hefur sagt upp samningi við hýsingaraðila í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið ákvað að leggja 200 þúsund króna dagsekt á sjóðinn þar sem hann hafði ekki orðið við „ítrekuðum kröfum Fjármálaeftirlitsins um úrbætur“ sem lúta m.a. að aðgangi að upp lýsingum frá hýsingaraðila , eins og kemur fram af hálfu FME. Stapi hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum ef FME breytir ekki afstöðu sinni og fellir niður þegar áfallnar dagsektir.Stapi lét dagsektir FME safnast upp í nokkra daga til þess að geta áfrýjað málinu til Hæstaréttar en sektarupphæðin þarf að ná ákveðinni fjárhæð til þess að hægt sé að áfrýja málinu til þangað, ef allt færi í hart milli sjóðsins og FME eins og útlit er fyrir að óbreyttu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan .