Nafnávöxtun Tryggingadeildar Stapa lífeyrissjóðs var 10,1% í fyrra og raunávöxtun 5,3%. Viðmið hjá almennum lífeyrissjóðum er að ná 3,5% meðalraunávöxtun á ári yfir lengri tíma. Meðalraunávöxtun á ári síðustu fimm ár er -2,5% og síðustu tíu árin er hún 2,9%.

Alls greiddu 18.505 sjóðfélagar hjá 2.609 launagreiðendum iðgjöld til deildarinnar á árinu og námu iðgjöldin 5,9 milljarða króna og hækkuðu um 7,3% frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur deildarinnar námu 3,4 milljörðum króna og hækkuðu um 5,1% frá fyrra ári.

Séreignadeild sjóðsins býður upp á þrjár ávöxtunarleiðir, með mismunandi áhættu, Safn I, Safn II og Safn III. Var raunávöxtun þeirra 4,1%, 6,1% og 2,5% á árinu 2012. Heildareignir sjóðsins námu 131,7 milljörðum króna og hækkuðu um 14,5 milljarða frá fyrra ári eða um 12,4%.