Flugfélagið Star Europe, dótturfélag Avion Group, hefur hafið starfsemi í Þýskalandi. Félagið fékk nýlega útgefið flugrekstrarleyfi frá þýskum flugmálayfirvöldum og tók ferlið aðeins þrjá mánuði en venjan er að slíkt ferli taki 12 ? 18 mánuði segir í tilkynningu félagsins.

Framkvæmdastjóri Star Europe er Martin Greiffenhagen. Martin er þýskur að uppruna og hefur áratuga reynslu úr flugiðnaði.

Star Europe verður með þrjár Airbus 320 flugvélar í rekstri sumarið 2006 og áætlað er fjölga vélum umtalsvert á næstu árum. Flogið verður til áfangastaða í Suður- og Austur-Evrópu auk Mið-Austurlanda. Fyrstu flug félagsins verða fyrir þýska flugfélagið Germanwings ásamt flugum fyrir fjölda þýskra ferðaheildsala.

Í sumar verður flogið er frá fjórum stöðum í Þýskalandi: Dusseldorf, Frankfurt, Köln og Stuttgart.

Avion Group áætlar að eyða allt að 10 milljónum evra í að byggja upp starfsemina í Þýskalandi. Á árinu 2006 er gert ráð fyrir að velta Star Europe verði um 30 milljónir evra.

Star Europe kemur til með að styrkja leiguflugs og ferðaþjónustu hluta Avion Group (Charter & Leisure) sem nú hefur yfir að ráða flugrekstararleyfum í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi og reka yfir 37 flugvélar. Þess má geta að í löndunum þremur til samans búa yfir 200 milljónir manna. Avion Group mun halda áfram leita að frekari tækifærum til að víkka út starfsemi Charter & Leisure utan Bretlands.

?Við erum stolt að koma Star Europe í Þýskalandi á flug á svo skömmum tíma. Í Þýskalandi eru miklir möguleikar á að vinna sterka markaðsstöðu og við hlökkum til að takast á við nýjan markað með 80 milljónum íbúa. Þjóðverjar hafa svipaðar ferðavenjur og Bretar og ætlum við að nýta þekkinguna úr rekstri Excel Airways Group til að byggja upp svipaða starfsemi í Þýskalandi," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group í tilkynningu félagsins.