*

laugardagur, 19. júní 2021
Erlent 20. nóvember 2015 14:03

Star Wars forsala nemur 6,5 milljörðum

Alls hafa verið seldir miðar fyrir 6,5 milljarða í forsölu fyrir nýju Star Wars kvikmyndina, The Force Awakens.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Segja má að mátturinn sé með nýjustu Stjörnustríðskvikmyndinni, sem ber nafnið The Force Awakens - en nú fjórum vikum fyrir frumsýningardag hefur miðasala slegið sölumet.

Miðar hafa verið keyptir fyrir rúmlega 6,5 milljarða íslenskra króna, eða um 50 milljónir bandaríkjadala.

Álitsgjafar frá Hollywood telja líklegt að kvikmyndin slái opnunarhelgarmeti 'Jurassic World' auðveldlega við. Myndin seldi fyrir 209 milljónir dala á fyrstu helginni. Stjörnustríðsmyndin hefur þegar selt fyrir fjórðung af þeim 209 milljónum.

Óvíst er þó hvort The Force Awakens slái alþjóðlegt sölumet stórmyndar James Cameron 'Avatar', sem seldi fyrir 2,79 milljarða bandaríkjadala í kvikmyndahúsum meðan hún var í sýningu.

Óvissan liggur í því hvort myndin verði vinsæl í löndum á borð við Kína og Rússland, en þar hefur Star Wars ekki verið jafn menningarlega mikilvægt og á vesturlöndum.