*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Erlent 27. desember 2015 16:40

Star Wars selur miða fyrir milljarð dala

The Force Awakens slær hraðametið sem var síðast sett af Jurassic World, en myndin seldi fyrir milljarð dala á aðeins 12 dögum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Fréttir hafa borist af því að Star Wars: The Force Awakens, nýjasta kvikmyndin í Stjörnustríðsseríunni, hafi selt miða fyrir heilan milljarð dala.

Þess má geta að milljarður bandaríkjadala nemur í kringum 130 milljörðum íslenskra króna. Frá þessu er sagt á vefsíðu Wrap.

Miðasalan slær gamla metið sem er 13 dagar, og var sett af Jurassic World fyrr á árinu. Auk þess að hafa slegið milljarðs-metið hefur kvikmyndin einnig slegið jóladagssölumet, sem var síðast sett af Sherlock Holmes árið 2009.

Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um fjármál myndarinnar, en einnig má sjá hér fyrirlestur VÍB um fjármálaheim Stjörnustríðsmyndanna.