Starbucks kaffihúsakeðjan voru í gær dæmdir til að greiða starfsmönnum sínum 87 milljón dollara, auk vaxta, í bætur. Bótaskyldan skapaðist vegna þess að starfsmenn þurftu að deila þjórfé sínu með yfirmönnum Starbucks staðanna.

Reuters fréttastofan hefur eftir lögmanni starfsmannana, en meira en 100.000 starfsmenn Starbucks stóðu að málsókninni, að heildarupphæð bótanna muni verða í kring um 106 milljónir dollara.

Starbucks tilkynntu eftir að dómurinn var kveðinn upp að fyrirtækið hyggist áfrýja dómnum.