Hagnaður Starbucks kaffihúsakeðju nam 309,9 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða 18% meira en á sama tímabili í fyrra. Tekjur jukust um 15% og voru 3,2 milljarðar dala.

Sala dróst þó saman í Evrópu og segir Howard Schultz, forstjóri félagsins, að þar sé staðan erfið. Starbucks hyggst ráðast í ýmsar aðgerðir til þess að auka söluna í álfunni en í lok síðasta árs tilkynnti félagið um opnun 100 nýrra staða í Bretlandi.