*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 28. júlí 2017 16:48

Starbucks lækkar í verði

Hlutabréfaverð Starbucks hefur lækkað töluvert það sem af er degi eftir að fyrirtækið lækkaði afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ársfjórðung.

Ritstjórn
epa

Gengi hlutabréfa bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur lækkað um 8,3% það sem af er degi, eftir að fyrirtækið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Fyrirtækið hagnaðist um 691 milljón dollara á ársfjórðungnum sem var í takt við væntingar markaðsaðila samkvæmt frétt Reuters

Á sama tíma lækkaði fyrirtækið afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ársfjórðung vegna hægari vaxtar í Bandaríkjunum. Er lækkunin talin ástæða þess að bréf félagsins hafa lækkað í verði

Fyrirtækið greindi einnig frá því að það myndi kaupa hinn 50% hlutinn sem fyrirtækið átti ekki fyrir í 1.300 verslunum sínum í Kína. Nemur kaupverðið 1,3 milljörðum dollara og er þetta stærsta yfirtaka í sögu Starbucks.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is