Starbucks opnar nú í Ítalíu í fyrsta sinn og opnar jafnframt kaffibrennslu í Mílan á næsta ári. Fyrirtækið stefnir nú á innreið á ítalskan markað, fæðingastað espressó kaffisins. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Kaffirisinn hyggst opna 2.370 fermetra verslun í Mílan seint á næsta ári og hefur síðan innreið sína á markaðinn. Þar verður meðal hægt að fá vörur ítalska bakarans Rocco Princi sem og áfengi.

Forstjóri Starbucks, Howard Schultz, sagði í viðtali við Bloomberg að ákvörðunin um að færa sig inn á ítalska markaðinn hafi verið stefnumarkandi. Markaðurinn væri ekki sá stærsti í heimi, en hefði sögulega vigt. „Ítalir fullkomnuðu kaffið langt á undan því að Starbucks kom til sögunnar,“ segir Schultz.