*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Erlent 13. nóvember 2013 13:08

Starbucks þarf að greiða 340 milljarða króna

Starbucks stóð ekki við samninga gagnvart Kraft.

Ritstjórn
Starbucks þarf að greiða háar fjárhæðir fyrir að slíta samningi.

Starbucks þarf að greiða Kraft Foods 2,76 milljarða dala, tæplega 340 milljarða króna, í skaðabætur og vexti. Kraft byrjaði að selja kaffivörur sem merktar voru Starbucks árið 1998 og náði samningur um söluna til ársins 2014. 

Starbucks ákvað hins vegar að slíta samningnum árið 2010, en sakaði Kraft um samningsbrot. Kraft neitaði ásökunum Starbucks og skaut málinu til gerðardóms. 

Í gær úrskurðaði gerðardómurinn svo að Starbucks þyrfti að greiða 2,23 milljarða dala í skaðabætur og að auki 527 milljónir dala í lögfræðikostnað og vexti. 

Meira má lesa á frétt BBC.

Stikkorð: Starbucks
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is