*

fimmtudagur, 24. september 2020
Innlent 29. júní 2020 12:02

Starfandi fólki hefur fækkað

Starfandi fólki hefur fækkað töluvert á undanförnum mánuðum. Þá hefur vinnutími líka styst.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Starfandi fólki hefur fækkað töluvert á undanförnum mánuðum. Þá hefur vinnutími líka styst, sem þýðir að fjöldi unninna stunda, eða vinnuaflsnotkun, hefur farið minnkandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

„Sé vinnuaflsnotkun nú borin saman við stöðuna fyrir ári kemur í ljós að breytingin síðustu 3 mánuði er veruleg miðað við síðustu ár og allt fram á þetta ár þegar vinnuaflsnotkun var almennt að aukast. Í maí minnkaði vinnuaflsnotkun um 8,8% miðað við maí 2019, bæði vegna fækkunar starfandi fólks og styttri vinnutíma," segir í Hagsjánni.

„Í apríl dróst vinnuaflsnotkunin hins vegar saman um rúm 13%, aðallega vegna fækkunar starfandi fólks, en vinnutími styttist einnig á milli ára."

Stikkorð: Hagsjá