Ásthildur Margrét Otharsdóttir var kjörin nýr varaformaður stjórnar Marel á aðalfundi félagsins þann 29. febrúar síðastliðinn. Ásthildur Margrét hefur setið í stjórn Marel frá árinu 2010. Ásthildur Margrét er fædd og uppalin í Vesturbænum í Reykjavík. Hún er gift Sigtryggi Hilmarssyni, framkvæmdastjóra Medor ehf.

Árið 2010 tók Ásthildur Margrét við stjórnarsæti í þremur landsþekktum fyrirtækjum. Fyrst ber að nefna Marel hf. en líkt og flestum er kunnugt er Marel í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og verðmætasta félagið í íslensku kauphöllinni. Þá situr Ásthildur í stjórn bæði Marorku hf. og Lagersins Dutch Holding BV. Hið síðarnefnda er betur þekkt sem Rúmfatalagerinn en Marorka er íslenskt fyrirtæki sem þróar orkustjórnunarkerfi fyrir skip með það markmið að draga úr olíunotkun skipa og þar með eldsneytiskostnaði og mengun.

Nánar er fjallað um helstu störf og áhugamál Ásthildar Margrétar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.