Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að sú bráðabirgðaniðurstaða hafi fengist að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi gegn ríkisstyrkjareglum EES-samningsins.

ESA mun fella niður yfirstandandi rannsókn á Íbúðalánasjóði sem staðið hefur yfir frá því miðsumars 2006. Það er gert í kjölfar þess að EFTA-dómstólinn ógilti fyrri úrskurð stofnunarinnar. Í stað þess mun nú rannsókn undir nýjum formerkjum haldið áfram.

ESA mun rannsaka þá þætti sem voru til skoðunar sem eldri ríkisstyrk, það er að segja styrk sem hafi komið til sögunnar áður en EES-samningurinn tók gildi.

ESA segir jafnframt að ný rannsókn á því sem heitir „nýr ríkisstyrkur" verði opnuð. Með nýjum ríkisstyrk er átt við stuðning ríkisins við Íbúðalánasjóð í formi ríkisábyrgðar, sem hefur komið til eftir gildistöku EES-samningsins.

Eftirlitsstofnunin nefnir að mikilvægt sé að skilja milli almennra lána og félagslegra, þar sem sem síðarnefndu lánin geti talist lögmætur ríkisstyrkur innan ramma EES-samningsins.

Í tilkynningu ESA kemur fram að ákvarðanir dagsins séu teknar óháð aðgerðum ríkisins á húsnæðismarkaði sem tilkynntar voru á föstudag síðustu viku.