Starfsemi Landsvirkjunar á erlendri grund hefur vaxið á síðustu árum, eða frá því að Landsvirkjun Power var sett á laggirnar árið 2008. Hlutafélagið, sem er í eigu Landsvirkjunar, heldur um erlenda starfsemi félagsins. Að sögn Björns Stefánssonar,yf i rverkf ræðings hjá LV Power, voru tekjur félagsins af erlendri starfsemi tvö síðustu ár um 260 milljónir hvort ár og útlit sé fyrir svipaðar tekjur í ár. Vöxturinn hefur verið nokkur frá stofnun en fyrsta starfsárið námu tekjur af erlendri starfsemi um 50 milljónum króna.

Björn Stefánsson, yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun Power
Björn Stefánsson, yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun Power
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Enn sem komið er snýr starfsemin aðeins að ráðgjafarþjónustu sem veitt er öðrum orkufyrirtækjum. Mögulegt er að fjárfest verði erlendis í framtíðinni með batnandi efnahag Landsvirkjunar, segir Björn. Starfsmenn Landsvirkjunar Power hafa meðal annars unnið á Grænlandi, Panama, Filippseyjum, Kanada, Tyrklandi og Georgíu. Þegar Viðskiptablaðið ræddi við Björn var hann staddur í Nova Scotia í Kanada.

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Orka og atvinnulíf sem fylgdi með síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.