Eigendur Reiknistofu bankanna eiga reglulega að bjóða hlutafé til sölu með það fyrir augum að fjölda hluthöfum. Með því móti er girt fyrir að Reiknistofan verði aðeins og í eigu keppinauta á fjármálamarkaði. Þetta er má meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins í tveimur málum sem varða Reiknistofu bankanna. Ráðist var í rannsóknina eftir að Reiknistofan keypti Teris, upplýsingafyrirtæki sparisjóðanna.

Í niðurstöðunum segir m.a. að Reiknistofa bankanna verða að veita nýjum og smærri fjármálafyrirtækjum fullan aðgang að þjónustu sinni og tryggja að samkeppni ríki á fjármálamarkaði. Jafnframt á að tryggjað að önnur upplýsingatæknifyrirtæki geti boðið fjármálafyrirtækjum þjónustu sína út í samkeppni við Reiknistofu bankanna.

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins