Starfsemi sendiráðsins hér á landi hefur tekið ákveðnum breytingum frá því að herstöðin lokaði. Luis Arreaga, fráfarandi sendiherra, segir að breytingarnar hafi þó ekki verið eins miklar og ætla mætti. „Öryggismál eru ennþá stór hluti af okkar starfi, en hugsanlega var þessi þáttur starfseminnar meira áberandi og umdeildari þegarherstöðin var opin. Starf okkar á sviði menningar og viðskipta var umfangsmikið og mikilvægt á þeim árum líka, en e.t.v. fór minna fyrir því þá.“

Hann segir að hans tilfinning sé sú að á árunum eftir lokun herstöðvarinnar hafi samband ríkjanna tveggja stirðnað eilítið. „Sagnfræðingar eiga eftir að skera úr um hvort rétt var að loka stöðinni og hvort rétt hafi verið að því staðið, ég get ekki lagt dóm á það. En núna þegar lengra er liðið frá lokuninni hefur gróið yfir þetta.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .