Skipulagsstofnun hefur birt álit sitt á mati á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Í álitinu segir að Skipulagsstofnun telji að Thorsill hafi sýnt fram á að styrkur brennisteisdíoxiðs utan þynnngarsvæðis verði neðan þynningarmarka hvort heldur að tekið er tillit til klukkustundar- eða sólahringsgilda eða ársmeðaltals. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Thorsil.

Matið tekur til byggingar og reksturs kísilmálmverksmiðju sem framleiði allt að 110.000 tonn af kísimálmi á ári, en Thorsil áformar að í fyrsta áfanga verksmiðjunnar verði framleidd um 54.000 tonn á ári. Stefnt er að því að framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar hefjist á þriðja ársfjórðungi þessa árs og að framleiðsla hefjist á þriðja ársfjórðungi 2017.

„Mat Skipulagsstofnunar er mikilvægt skref fyrir okkur og nú fækkar óðum þeim úrlausnarefnum sem þarf að ljúka áður en verkefnið verður að veruleika,“ segir John Fenger stjórnarformaður Thorsil. „Með áliti Skipulagsstofnunar er staðfest að starfsemi Thorsils muni verða innan allra lögbundinna marka er varða umhvefisáhrif.“