Starfsfólk Arion banka safnaði rétt rúmum tveimur milljónum króna á svokölluðu Karlakvöldi bankans sem haldið var í tilefni af Mottumars 21. mars síðastliðinn. Kvöldið var haldið í höfuðstöðvum bankans til styrktar baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Til viðbótar söfnuðust 1,5 milljónir króna á Konukvöldi Arion banka sem haldið var í tilefni af Bleikum mánuði Krabbameinsfélagsins.

Fram kemur í tilkynningu að fjárhæðin sem safnaðist á Kvennakvöldi Arion banka rann til endurbóta á leit á leghálskrabbameini og forstigum þess þar sem taka á upp nýja tækni sem eykur gæði og öryggi mælinga. Sú tækni gefur einnig kost á að finna þær konur sem eru í meiri áhættu og þurfa að koma oft og reglulega í eftirlit.

Söfnunarféð hefur nú verið afhent forsvarsmönnum verkefnisins Heilsusaga Íslands sem unnið er í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands.

Á myndinni hér að ofan má sjá Sævar Bjarnason, Einar Már Hjartarson, Sigmar Ingi Sigurðarson, Hilmar Geirsson og Bjarni Herrera Þórisson afhenda Ragnheiði Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins, Unni Önnu Valdimarsdóttur og Örnu Hauksdóttur, frá Heilsusögu Íslands, fjárhæðina sem safnaðist á karlakvöldinu fyrir hönd starfsmanna Arion banka.