Flugþjónar og flugfreyjur British Airways stefna nú á fjögurra daga verkfall sem hefjast á 17 febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu, en fjallað er um málið á vef BBC.

Um er að ræða allt að 2900 starfsmenn, sem fara fram á hærri laun. Farið er fram á 10% launahækkun og myndu grunnlaunin þá hækka upp í 12.192 pund auk þriggja punda á flugtímann.

Verkalýðsfélagið áætlar að félagið flugþjónar og flugfreyjur séu að meðaltali að þéna um 16.000 pund á ári. British Airways telur fullyrðingarnar rangar og segja launin nema 21.000 pundum á ári.