Jack Dorsey, stofnandi og forstjóri samskiptamiðilsins Twitter, tísti í dag um að hann hygðist deila einum þriðja hlutafjár síns í fyrirtækinu að andvirði 200 milljóna bandaríkjadala, eða 25.5 milljörðum króna, meðal starfsfólks síns.

🐥⚡️ I'm giving ~1/3rd of my Twitter stock (exactly 1% of the company) to our employee equity pool to reinvest directly in our people.

— Jack (@jack) October 23, 2015

Líklegt er að Dorsey taki þessa ákvörðun í kjölfar þess að greiningardeildir á borð við þá hjá Morgan Stanley sem færði Twitter í flokkinn „underweight“ (e. undirvigt) og mat hvern hlut á 24 bandaríkjadali, sem er talsverð lækkun úr þeim 30 sem fyrirtækið var að seljast fyrir á markaði. Fyrirtækið selst nú á 29 dali fyrir hvern hlut. Viðskiptablaðið greindi frá þessu fyrr í vikunni.

Einnig tísti Jack um að hvað sjálfan sig varði vilji hann frekar eiga lítinn hlut í einhverri stórri starfsemi en stóran hlut í einhverri lítilli starfsemi.