Vegna erfiðleika í rekstri ákvað stjórn Rio Tinto að fækka starfsfólki umtalsvert í fyrra. Í byrjun árs 2013 störfuðu 462 í álverinu í Straumsvík en í lok árs var búið að fækka starfsfólki um 61 eða 13%. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir að engar ákvarðanir liggi fyrir um það hvort starfsfólki verði fækkað enn frekar. „Það er ekkert sérstakt sem við sjáum í kortunum í þeim efnum - við þurfum nú að hafa mannskap til að reka þessa verksmiðju.“

Þrátt fyrir metafköst nam tap af rekstri álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík 31,8 milljónum dollara, eða 3,6 milljörðum króna í fyrra. Árið 2012 var tapið 15,4 milljónir dollara eða 1,8 milljarðar króna. Samanlagt nemur tap fyrirtækisins því 5,4 milljörðum á þessum tveimur árum. Fyrir skatta nam tapið 41,3 milljónum dollara í fyrra, eða 4,7 milljörðum króna samanborið við 18,4 milljónir dollara eða 2,1 milljarð króna árið 2012. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2013.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .