Samkvæmt ársfjórunglegri könnun Capacent Gallup á horfum, meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, er fyrirséð að starfsfólki muni fækka hjá 28% fyrirtækja á næstu 6 mánuðum. Þá hyggjast 14% fyrritækja fjölga starfsmönnum og 58% fyrirtækja reikna með óbreyttum starfsmannafjölda.

Þetta er svartsýnni spá en niðurstaða síðustu könnunar leiddi í ljós. Samkvæmt niðurstöðunum má reikna með að atvinnuleysi fari vaxandi á næstu mánuðum. Horfurnar eru svartastar í byggingastarfsemi en þar telur helmingur stjórnanda að fækka þurfi stöfum á næstu 6 mánuðum.