Starfsleyfi Dróma, sem heldur utan um kröfur Spron og Frjálsa fjárfestingarbankans, rennur út í maí. Það verður ekki framlengt. Eignasöfn Dróma verða færð yfir til Arion banka og Seðlabankans. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir í samtali við RÚV starfsleyfið hafa verið tímabundið til fimm ára. Viðskiptavinir fyrirtækjanna föllnu sem nú eru með lán hjá Dróma eru orðnir þreyttir og hraktir og bera sig illa eftir viðskipti við fyrirtækið, að hans sögn.

Hann segir það hugsanlega hafa verið mistök að færa kröfur á einstaklinga inn í Dróma með þeim hætti sem það var gert.