*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 12. janúar 2018 09:41

Starfsleyfi Olís á Sauðárkróki framlengt

Bjarni Harðarson verslunarmaður fær áfram að selja eldsneyti þar sem það hefur verið selt í tæp 90 ár.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Olíuverzlun Íslands, bæjaryfirvöld á Sauðárkróki og Heilbrigðisnefnd norðurlands vestra hafa komist að samkomulagi um framlengingu á núverandi starfsleyfi Olís við verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki.

Eldsneytisafgreiðsla hófst því aftur í verslun Haraldar Júlíussonar í dag en Heilbrigðisnefnd norðurlands vestra hafði um áramótin afturkallað leyfi verslunarinnar að selja eldsneyti. 

„Það er mjög ánægjulegt að samkomulag hefur náðst við yfirvöld á Sauðárkróki að starfsleyfi á eldsneytisafgreiðslu verður framlengt við Verslun Haraldar Júlíussonar þar til að varanleg lausn finnst," segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands.

Eldsneytisafgreiðsla í 90 ár

„Við viljum þakka bæjaryfirvöldum á Sauðárkróki og Heilbrigðisnefnd norðurlands vestra fyrir gott samstarf í þessu máli. Við höfum um langt árabil verið að leita að nýrri staðsetningu fyrir eldsneytisafgreiðslu á Sauðárkróki en ekki hefur fengist viðunandi lausn í þau mál enn sem komið er.

Jón Ólafur segir að félagið vonist eftir að hægt verði að láta fara saman uppsetning á nýrri lausn og viðeigendi lok við verslun Haraldar Júlíussonar en þar hefur verið rekin eldsneytisafgreiðsla í tæp 90 ár. 

„Það er hins vegar löngu ljóst af hendi bæjarfélagsins að um frekari uppbyggingu verði ekki að ræða við verslunina hans Bjarna Haraldssonar og því fyrirséð að við verðum að færa eldsneytisafgreiðsluna í nánustu framtíð.“