Ný lög um fjármálafyrirtæki voru samþykkt á Alþingi í dag. Þar er m.a. tekið á starfslokasamningum við framkvæmdastjóra eða lykilstarfsmenn sem voru oft á tíðum ríflegir fyrir bankahrunið. Samkvæmt nýju lögunum er óheimilt að gera starfslokasamninga, sem eru umfram hefðbundnar launagreiðslur í uppsagnarfresti, nema að hagnaður hafi verið á rekstri fyrirtækisins samfellt síðustu þrjú starfsár starfsmanns.

Ef þessu skilyrði um hagnað af rekstri er uppfyllt skulu starfslokasamningar vera í formi beinna launagreiðslna og ekki vara lengur en í 12 mánuði eftir starfslok.