Við starfslok Baldurs Guðnasonar, sem starfaði sem forstjóri Eimskipafélagsins til febrúar 2008, var gerður við hann starfslokasamningur sem byggður var á ráðningarsamningi hans frá 2007.  Starfslokasamningurinn gerir ráð fyrir greiðslum að fjárhæð 50.000 evra á mánuði í tvö ár eða 7,5 milljónir króna.

Í maí 2008 taldi stjórn Eimskipafélagsins að full ástæða væri til að skoða viðskilnað Baldurs við félagið, en þá hafði meðal annars komið fram alvarleiki rekstrarvandans og voru þá allar greiðslur til Baldurs stöðvaðar að því er segir í tilkyningu félagsins. Í kjölfarið stefndi Baldur félaginu og er það mál nú fyrir dómstólum. Samningurinn var gerður við Baldur af þáverandi stjórnarformanni.

Telur félagið meðal annars að forsendur sé brostnar fyrir öllum bónus- og starfslokagreiðslum. Launagreiðslur Baldurs námu 58 milljónum á reikningsári félagsins 2008 í sex mánuði og þar af nam  bónusgreiðsla 30 milljónum króna.