Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Starfsmaður á fjármálasviði Háskóla Íslands hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá störfum vegna gruns um fjárdrátt. Ekki liggur fyrir um hversu háar fjárhæðir er um að ræða. Málið er í rannsókn. Fundað var um málið innan háskólans í dag.

Fréttastofa Vísis segir grun leika á að fjárdrátturinn hafi staðið yfir allt frá árinu 2007.

Viðskiptablaðið hefur ekki náð tali af Kristínu Ingólfsdóttur háskólarektor vegna málsins.