Sá starfsmaður Landsbankans sem sagður er hafa komið gögnum úr bankanum til Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hefur verið sendur í leyfi. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins voru gögnin ekki send á heimili Gunnars heldur á annað heimilisfang. Gunnar hefur sagt í samtali við fjölmiðla að hann hafi ekki ekki séð umrædd gögn.

RÚV sagði í gær gögnin varða kaup Landsbankans á umboði í eigu Bogmannsins, félags Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og konu hans fyrir tryggingamiðlun Swiss Life hér á landi árið 2003. Kaupverðið nam 33 milljónum króna.

Stjórn FME sagði Gunnari tafalaust upp í gær og kærði hann til lögreglu vegna brota í starfi. Gunnar vísaði ásökunum FME á bug.

Í yfirlýsingu Skúla Bjarnasonar, lögmanns Gunnars, frá í morgun kemur hins vegar fram að þær upplýsingar sem fram komu í uppsagnarbréfi skjólstæðings hans hafa komið í opna skjöldu. Trúnaðartraust hafi orðið þeirra á milli og hætti Skúli sem verjandi Gunnars.