Nicholas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, og Carla Bruni eiginkona hans hafa höfðað mál. Ástæðan er sú að upptökum af einkasamtölum þeirra var lekið á netið.

Lögmenn Sarkozys hafa einnig reynt að fá lögbann á birtingu samtalanna. Hjónin segja að fyrrverandi starfsmaður þeirra, Patrick Buisson, hafi tekið samtölin upp án vitundar hjónanna.

Á vef BBC kemur fram að jafnvel þótt þessar upptökur séu neyðarlegar þá séu þau ekki meiðandi fyrir hjónin.