Innanhússrannsókn hjá Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, hefur ekki leitt í ljós að starfamaður bankans tengist meintu braski á gjaldeyrismarkaði. Grunur lék á að starfsmaður bankans ætti hlut að máli í umfangsmiklu braski með gjaldeyri. Málinu var um tíma líkt saman við samráðið á markaði með millibankavexti sem nokkrir bankar stóðu í og hafa verið dæmdir til að greiða háar fjársektir fyrir.

Fram kemur í umfjöllun um málið á vef breska dagblaðsins Financial Times að fjölmargir eftirlitsaðilar beggja vegna Atlantsála og í Asíu rannsaki málið, sem talið er að snúi að samráði og braski sem hafi haft áhrif á verð. Nú þegar hafa 22 miðlarar á gjaldeyrismarkaði verið ýmist sagt upp eða þeir sendir í frí í níu bönkum vegna málsins. Starfsmaður Englandsbanka var einn þeirra sem sendur var í frí á meðan rannsókn málsins stóð yfir.

Financial Times segir að í gær hafi svo komið í ljós að maðurinn væri saklaus, hvorki hann né aðrir starfsmenn seðlabankans tengist gjaldeyrisbraskinu né hafi þeir skiptst á upplýsingum við aðra.